Um okkur
Voffabox er áskriftarþjónusta fyrir hundaeigendur sem stofnuð var árið 2015. Hugmyndin af þjónustunni er eftir erlendri fyrirmynd. En markmið okkar er að leyfa íslenskum hundaeigendum að kynnast áskriftarþjónustu sem hefur hlotið gífurlegra vinsælda erlendis.
Hér á landi er kannski ekki hægt að fara með hunda í allar búðir eða í almennar samgöngur, en það er hinsvegar hægt að gleðja þá auðveldlega með Voffaboxi.
Okkar markmið er að boxið innihaldi spennandi og hágæða vörur fyrir hundinn þinn í hverjum mánuði.
Voffabox býður upp á mánaðarlegan glaðning fyrir ferfættu vinina. Þú byrjar á að velja hvaða stærð þú vilt fá.
Hvert box inniheldur ýmist leikföng, góðgæti, umhirðuvörur, fylgihluti og svo framvegis.
Það eina sem að þú þarft að gera er að fara skref fyrir skref í gegnum pöntunarferlið og boxið mun í kjölfarið berast til þín á bilinu 7-10. hvers mánaðar. Svo það eina sem þú þarft að gera er að slaka á og bíða eftir boxinu.